■ (U)SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir
Þetta tæki notar BL-4CT rafhlöður.
1. Til að opna bakhlið tækisins
snýrðu henni að þér, rennir henni
niður (1), og fjarlægir hana.
Fjarlægðu rafhlöðuna með því að
lyfta öðrum enda hennar (2).
2. Renndu (U)SIM-kortinu inn í SIM-
kortsfestinguna (3).
Gættu þess að gyllti snertiflötur
kortsins snúi niður í tækinu og að
skáhornið snúi einnig niður.
3. Komdu rafhlöðunni aftur fyrir (4).
Komdu bakhliðinni aftur fyrir (5).