
Stillingar fyrir kyrrmyndir
Til að breyta aðalstillingum skaltu velja
Valkostir
>
Stillingar
.
Til að stilla myndupplausn (aðeins hægt í aðalmyndavélinni) skaltu velja
Myndgæði
. Því meiri sem gæðin eru, þeim mun meira minni tekur myndin. Til að
prenta myndina velurðu
Prentun 3M - Stór
eða
Prentun 2M - Miðl.
. Til að senda
myndina í margmiðlunarboðum (MMS) velurðu
MMS 0,3M - Lítil
.
Til velja hvort skoða skuli myndir um leið og þær hafa verið teknar eða halda strax
áfram að taka myndir skaltu velja
Sýna teknar myndir
.
Til að leyfa mjúkan og stöðugan aðdrátt milli stafrænnar og aukinnar stafrænnar
stækkunar velurðu
Aukin stafræn stækkun
>
Kveikt (samfellt)
(aðeins í
aðalmyndavél). Til að leyfa töf á aðdrætti við stafræna og aukna stækkun velurðu
Kveikt (með töf)
. Til að takmarka aðdrátt en halda myndgæðunum velurðu
Slökkt
.
Veldu
Upprunarlegar stillingar
til að nota upphaflegar stillingar myndavélarinnar.