Læsingarnúmer
Læsingarnúmerið (5 tölustafir) læsir tækinu. Forstillta númerið er 12345. Hægt er 
að búa til og breyta númerinu og láta tækið biðja um númerið. Ef þú gleymir 
númerinu og tækið er læst þarftu að leita til þjónustuaðila og e.tv. greiða 
viðbótargjald. Nánari upplýsingar færðu hjá Nokia-þjónustuaðila eða 
söluaðilanum.
Þegar tækið eða takkaborðið er læst kann að vera hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið 
sem er forritað í tækið.