Nokia 5630 XpressMusic - Stillingar Bluetooth-tengingar

background image

Stillingar Bluetooth-tengingar

Veldu >

Stillingar

>

Tenging

>

Bluetooth

.

Bluetooth

— Til að kveikja og slökkva á Bluetooth-tengingu.

Sýnileiki síma míns

>

Sýnilegur öllum

— Til að leyfa að önnur Bluetooth-tæki geti

ávallt fundið tækið þitt. Til að leyfa að hægt sé að finna tækið þitt á tilgreindu
tímabili skaltu velja

Tilgreina tímabil

. Til öryggis er þér ráðlagt að nota stillinguna

Falinn

þegar það er mögulegt.

Nafn síma míns

— Til að gefa tækinu heiti.

Ytra SIM

>

Kveikt

— Til að gera öðru tæki, t.d. bílbúnaði, kleift að nota SIM-kort

tækisins með Bluetooth-tækni (SIM access profile).

Þegar ytri SIM-stilling er virk í þráðlausa tækinu er aðeins hægt að hringja og svara
símtölum með samhæfum aukahlut sem er tengdur við það (t.d. bílbúnaði). Ekki er hægt að
hringja úr þráðlausa tækinu þegar stillingin er virk, nema í neyðarnúmerið sem er forritað í
tækið. Eigi að hringja úr tækinu þarf fyrst að slökkva á ytri SIM-stillingu. Ef tækinu hefur
verið læst skal fyrst slá inn lykilnúmerið til að opna það.