■ Tónlistarleit
Með tónlistarleit er hægt að hefja spilun með því að nefna til dæmis nafn 
flytjandans.
Þegar tónlistarleit er notuð í fyrsta skipti, og þegar búið er að hlaða nýjum lögum 
niður í tækið, skaltu velja 
Valkostir
>
Uppfæra safn
til að uppfæra raddskipanir.
Til að ræsa tónlistarleitarforritið skaltu halda * inni. Einnig er hægt að hefja 
tónlistarleitina með því að velja 
>
Tónlist
>
Tónlistarleit
. Þegar tónninn heyrist
skaltu segja nafn flytjanda, nafn flytjanda og heiti lags, plötuheiti eða heiti 
spilunarlista. Haltu tækinu í um 20 cm (8 tommu) fjarlægð frá munninum og 
talaðu með venjulegri rödd þinni. Hafðu höndina ekki yfir hljóðnemanum sem er 
neðst á takkaborði tækisins. 
29
T ó n l i s t
Raddskipanirnar byggjast á lýsigögnum (nafni flytjanda og heiti lags) laganna í 
tækinu. Tónlistarleit styður tvö tungumál: Ensku og tungumálið sem þú hefur 
valið tækinu. Tungumálið sem lýsigögn lagsins eru rituð á verður að vera enska 
eða tungumál tækisins.